Barnagæla auðvaldsins
Sem ég horfi, og hlusta,
en heyri hvorki
né sé.
Mín lífs náðar helgu vé
hrunin eru,
horfin í hafsins ómælandi djúp.
Farin eru þau fögru mynstur,
þau djúpu spor sem þú markað hefur,
á yfirborð hjarta míns tinandi,
skjálfandi,
tindrandi af fornum stjörnum ástarinnar,
líkt og svarthol sem gleypir sjálft sig.
Og sjá, himingeimarnir um sjálfa sig falla,
fyrir eigin þunga sakir ...
Ó, hve tilveran er grá,
nú, er ég nýt þín ei lengur við,
fimmhundruðkallinn minn góði.
en heyri hvorki
né sé.
Mín lífs náðar helgu vé
hrunin eru,
horfin í hafsins ómælandi djúp.
Farin eru þau fögru mynstur,
þau djúpu spor sem þú markað hefur,
á yfirborð hjarta míns tinandi,
skjálfandi,
tindrandi af fornum stjörnum ástarinnar,
líkt og svarthol sem gleypir sjálft sig.
Og sjá, himingeimarnir um sjálfa sig falla,
fyrir eigin þunga sakir ...
Ó, hve tilveran er grá,
nú, er ég nýt þín ei lengur við,
fimmhundruðkallinn minn góði.
0 Comments:
Posta un commento
<< Home