Ást hins sigraða
Ég stend einn
á engi - auðu engi
hugsandi til þín.
Hugurinn flakkar
en andinn - þorrinn andinn
hindrar flugið.
Ég stend bugaður
því hjartað - sigrað hjartað
í minni pokann lætur.
Ég stend einn
á túndrum - köldum túndrum
með ekkert.
Fræ andans
rótfestu - engri rótfestu ná
í ástsjúkum jarðvegi hugans.
Ég stend einn
með ekkert - ekkert ekkert
nema minningu.
á engi - auðu engi
hugsandi til þín.
Hugurinn flakkar
en andinn - þorrinn andinn
hindrar flugið.
Ég stend bugaður
því hjartað - sigrað hjartað
í minni pokann lætur.
Ég stend einn
á túndrum - köldum túndrum
með ekkert.
Fræ andans
rótfestu - engri rótfestu ná
í ástsjúkum jarðvegi hugans.
Ég stend einn
með ekkert - ekkert ekkert
nema minningu.
0 Comments:
Posta un commento
<< Home