Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: Svið örlaganna

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

sabato, marzo 05, 2005

Svið örlaganna

Við sitjum
í biðsal eilífðarinnar.
Þar er dimmt,
en mér finnst rökkrið ágætt.

Einhver talar
en ekkert heyrist.
Kliðurinn
kæfir öll hljóð.

Allir tala - en enginn hlustar.

Við sitjum
í biðsal dauðans
með orpin andlit

og bíðum fregna.