Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: Þegar við kyssumst

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

venerdì, marzo 03, 2006

Þegar við kyssumst

Ég man hvar við hittumst
undir heiðboga himinhvelfanna
og sáum stjörnurnar slá hægan taktinn
við stefnubreytingar einstaka
fallandi snjókorns og hvernig ég óskaði þess
að andartakið tæki aldrei enda

við kysstumst og vorið var komið
svo fallegt svo einlægt svo viðkvæmt
svo fennti yfir allt saman og vorið var búið

ég hef farið þangað daglega þar sem við hittumst
undir heiðboga himinhvelfanna og sáum
stjörnurnar slá hægan taktinn við stefnubreytingar
einstaka fallandi snjókorns
og ég óskaði þess
að andartakið tæki aldrei
enda en einhvern
veginn er allt breytt þótt það líti
eins út og
það gerði þá

kannski við stöndum
aldrei tvisvar í sama
malbikinu
þegar við
kyssumst.