Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: Draumur um veruleika

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

venerdì, gennaio 27, 2006

Draumur um veruleika

Eitt andartak í eilífðinni.

Augu mætast,
hendur finnast,
alveran tekur kipp.
Hjörtu slá
Óðinn til gleðinnar.

Draumur í vöku,
draumur í fyllingu,
hrædd snerting,
vonir, væntingar,
ósk sem rætist.

Mjúkur koss
eða
draumur um veruleika?

Ort aðfaranótt þess 23. janúar 2006.

2 Comments:

Blogger Hjördís Alda said...

Þetta er fallegt ljóð. Ég dáist að því hversu vel þér tekst að koma orðum að því hvernig ég og langflestir aðrir í kringum mig eru að hugsa í gær, í dag, á morgun og eiginlega allar stundir núorðið. Kv. Hjördís Alda

9:26 PM  
Anonymous Anonimo said...

Það gleður mig ósegjanlega að þér þyki það fallegt og að það hafi snert þig. Mér tókst líka einstaklega vel upp í þetta skiptið að lýsa því hvernig mér býr í brjósti. Vona bara að það verði ekki einsdæmi.

10:00 PM  

Posta un commento

<< Home