Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: Desembervorljóð

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

mercoledì, dicembre 21, 2005

Desembervorljóð

Blómstrið brýst gegnum snjóinn
og fjöllin fella
niður feigðargrímuna.
Trén fella barrið
til að undirbúa sig
fyrir yfirvofandi sólbað
og bera á sig kvoðu
svo þau brenni ekki.
Húsin taka lit og roðinn
breiðist út eins og faðmur
sólin faðmar
að sér dalinn og húsin og fólkið!
Og söngfuglar tvístrast
um himininn aðeins
til að koma saman aftur
og kyssast á heiðum himninum
í rigningu rósalaufa
og himinbarnið nýtur ásta með jörðinni
en ekki tímanum
eins og síðast.
Fjandinn hirði tímann!
þetta
er ódauðleikinn.


Það að himinbarnið hafi áður notið ásta með tímanum er vísun í gríska goðafræði, þegar Rhea (dóttir Úranosar, himinsins) gat Ólympsguðina við Krónos (tímann, hrollur!). Það endaði ekki betur en svo að karlhelvítið át börnin öll, utan Seif, sem síðar skar upp belginn á föðurnum til að bjarga systkinum sínum. Sem betur fór voru þau þó að mestu ómelt.

4 Comments:

Blogger Kári said...

Jörðin heitir Gaia. Eru Gaia og Rhea semsagt að njóta ásta? hmm....

8:29 PM  
Anonymous Anonimo said...

Já, æi, blöh! Ég ímyndaði mér þetta kynlaust. Hver segir að himinbarnið sé ekki tvítóla eða að móðir náttúra geti ekki verið karlkyns þegar eðli hlutanna krefst þess, eða að skáldskapur þurfi að vera rasjónal?

10:10 PM  
Anonymous Anonimo said...

Ekkert. Það bara átti ekki að vera þannig ...

12:37 AM  
Blogger Kári said...

Hehe. Vertu ekkert að pæla í einhverjum svona skotum. Þetta er fínt ljóð samt ;)

1:50 AM  

Posta un commento

<< Home