Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: Reykvisk kvöldstemning

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

domenica, dicembre 11, 2005

Reykvisk kvöldstemning

Gott kvöld, herra Bickle. Vinsamlegast aktu okkur. Vinsamlegast taktu þessa tilfinningu um borð og skilaðu henni á áfangastað. Lof mér að heyra aftur þennan blús og vinsamlegast aktu okkur, því við verðum að komast burt.

Óræða borg. Ég grátbið þig að hlífa sál minni. Óræða borg. Ég bið þig að hemja vinda þína lítillega. Ég bið þig að bíða með bitra skírn þína. Ég bið þig að húma hægar að kvöldi. Ég er ekki tilbúinn…

Ég veit að þú átt bágt, herra Bickle. Ég skil stríð þitt og skort á nánd. Ég er konungur skortsins og hins regnvota lands. Ó Jesús minn…

Úlfurinn er dauður. Aðframkominn lagði hann loks árar í bát, og sökk, yfirbugaður af grjótinu sem greri í kvið hans. Húsbóndinn hefur það náðugt, og sauðirnir keppast við að rýja hvern annan. Þú og ég, herra Bickle, við sjáum hvað þetta er firrt.

Við sjáum einnig silfuraugað, sem sér okkur sömuleiðis. Hvergi er silfrið eins tært og hér, enn um sinn. “Limpide” útleggst það á frönsku, og hefur eflaust átt við þar eins og hér áður en margar sólir hnigu til viðar. París, London, New York, Reykjavík, óræðar…

Rauð eru ljósin í ræsinu. Strigi strætanna sýnir rautt á svörtu. Ætlar ekki að stytta upp? Við bíðum eftir að orðið rísi úr djúpinu. Og orðið var…

“Paralysis”.

Aktu sem leið liggur, Travis, innblásni vitfirringur. Við treystum þér fullkomlega.

1 Comments:

Anonymous Anonimo said...

Mjög flott. Flóknar myndir kallast á við einfaldar frummyndir sínar og draga upp tilfinningalega heildarmynd. Eða eitthvað í þá veruna.

Hrifnastur var ég af silfurauganu, sem mun vera tunglið, ef mér skjöplast ekki.

Ég átta mig ekki alveg á hver úlfurinn er. Þú þarft heldur ekkert að segja það, kannski finn ég eitthvað töff til að hengja á hann.

11:38 AM  

Posta un commento

<< Home