Von er mikils vísir (og móðir vonbrigða)
Vonarlaust er vesælt ómannsefni
er veigrar sér frá stúlku hvurt sem stefnir.
Armur mætir veravörgum víða,
vammlaus váin varnarlausan hýða;
í vöku þreytir sálarstríð sem aðeins vinnst í svefni.
Er horfin mun sú hýra hrönnin blíða
hrekklauss piltsins harmakveinin líða.
Óttaslegin hjörtu’ í húmið hverfa;
hugarvíl hins unga’ að öldnum sverfa.
en angistin var undin ofan köngurvofnakvíða.
Í vöku sem í svefni þótt þú sofir meðan vakir,
vísir er að mislukkan og sálar þinnar hraki.
Í hillingaregni hörmunganna hrekkur
hróðug tilvist tírs sem eigi stekkur;
tækifærin til þess eru’ að grípa kverkataki.
er veigrar sér frá stúlku hvurt sem stefnir.
Armur mætir veravörgum víða,
vammlaus váin varnarlausan hýða;
í vöku þreytir sálarstríð sem aðeins vinnst í svefni.
Er horfin mun sú hýra hrönnin blíða
hrekklauss piltsins harmakveinin líða.
Óttaslegin hjörtu’ í húmið hverfa;
hugarvíl hins unga’ að öldnum sverfa.
en angistin var undin ofan köngurvofnakvíða.
Í vöku sem í svefni þótt þú sofir meðan vakir,
vísir er að mislukkan og sálar þinnar hraki.
Í hillingaregni hörmunganna hrekkur
hróðug tilvist tírs sem eigi stekkur;
tækifærin til þess eru’ að grípa kverkataki.
Þennan leirburð hnoðaði ég saman klukkan fjögur í nótt, og verði ég einhvern tíma orðaður við nóbelinn, mun þessi vísa verða til þess að ég fæ hann ekki.
0 Comments:
Posta un commento
<< Home