Með þér
Himininn hrynur og umlykur húsin,
höfgi grámans fyllir tómið
og bílarnir fljóta á öldum tímans
á önnur mið.
Flaumurinn fellur af húsum fram,
eitt og eitt lík slæðist með
og kettirnir synda baksund í öllu saman!
og finna frið.
Gróðurinn drukknar í lausninni,
hestvagnar fljóta upp á vatnsborðið
og rósirnar sem við áttum,
þú, ég: Við.
Borgin er hafið og eftir þér kafa ég ystu myrkrin,
gegnum hljóðfærasæginn og mannmergð,
því meðal bolla og borða og húsfreyja
er lífið
með þér.
höfgi grámans fyllir tómið
og bílarnir fljóta á öldum tímans
á önnur mið.
Flaumurinn fellur af húsum fram,
eitt og eitt lík slæðist með
og kettirnir synda baksund í öllu saman!
og finna frið.
Gróðurinn drukknar í lausninni,
hestvagnar fljóta upp á vatnsborðið
og rósirnar sem við áttum,
þú, ég: Við.
Borgin er hafið og eftir þér kafa ég ystu myrkrin,
gegnum hljóðfærasæginn og mannmergð,
því meðal bolla og borða og húsfreyja
er lífið
með þér.
0 Comments:
Posta un commento
<< Home