Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: SS-pylsur

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

domenica, ottobre 02, 2005

SS-pylsur

Látið sér til munns þeir löngum hafa
létta máltíð Sláturfélagsins.
Íslendingar ætíð kunnu' að stafa
unaðsheitin SS og E. Finns.

SS-pylsur sýknt og heilagt lafa
svagt úr munni Íslandsvinarins.
Því það hann veit um sauðakindarsafa
að sperðlarnir, þeir fást ei betra kyns!



Ort á afgreiðsluborði í húsgagnadeild IKEA Holtagörðum, sunnudaginn 2. október 2005.

Er höfundur kom til vinnu sinnar í IKEA Holtagörðum daginn sem ljóðið var ort, sá hann Goða-pylsu, sem keypt hafði verið í IKEA, liggjandi á jörðinni, og furðaði sig strax á því, hvers vegna engir mávar berðust um bitann. Komst svo að þeirri niðurstöðu, að mávar, líkt og Íslendingar, vilja SS-pylsur.