Mansöngvar í myrkrinu
Skuggi þeirra sést á dýrðardægrum
er drepur sunna staf sínum á bæinn.
Eilífðin er eigi lengi' að líða
lífið varla stundarbrots ástríða
þeim er unnast innilega.
Svo kær var honum fjallasnótin fríða
feigðarinnar hræddist eigi hrjúfa
hryggðarhönd, né svefninn langa, ljúfa.
Á stjörnubjörtum nóttum saman sátu
og sáu nýjan heim sem eignast vildu.
Saman flutu þau að feigðarósi
á fundi þeirra bakvið bæjarfjósið
í kossinn eina entist ævin.
Þó gjörla sést er sólar leggst þar ljósið,
líkt og skuggar sveins og snótar hangi
sameinaðir, hvor í annars fangi.
Mansöngva í myrkrinu saman syngja
í symmetríu eilíflegrar ástar.
er drepur sunna staf sínum á bæinn.
Eilífðin er eigi lengi' að líða
lífið varla stundarbrots ástríða
þeim er unnast innilega.
Svo kær var honum fjallasnótin fríða
feigðarinnar hræddist eigi hrjúfa
hryggðarhönd, né svefninn langa, ljúfa.
Á stjörnubjörtum nóttum saman sátu
og sáu nýjan heim sem eignast vildu.
Saman flutu þau að feigðarósi
á fundi þeirra bakvið bæjarfjósið
í kossinn eina entist ævin.
Þó gjörla sést er sólar leggst þar ljósið,
líkt og skuggar sveins og snótar hangi
sameinaðir, hvor í annars fangi.
Mansöngva í myrkrinu saman syngja
í symmetríu eilíflegrar ástar.
0 Comments:
Posta un commento
<< Home