Tunglið
Þetta ljóð er óhreinskrifuð þýðing mín á ljóðinu „The Moon“, sem ég veit ekki betur en sé eftir Tim Schafer.
Bragarháttur er óljós, en sjá má að síðasta orð áttundu línu í frumútgáfunni rímar við þriðja orð fjórðu línu. Þessu ákvað ég að fórna fyrir rím milli sjöttu og áttundu línu. Einnig hef ég ákveðið að leysa fimmtu og sjöttu línu frá þeirri fjórðu, til að draga ekki úr mætti fyrri hluta kvæðisins, og til að gera seinni hlutann sérstæðari. Til að bæta ennfremur á sérstöðu seinni hlutans ákvað ég til einföldunar að sleppa stuðlun þar. Enda kannski óþarfi að bæta við fagurgalann þar.
Fyrir neðan þýðinguna birti ég svo ljóðið á frummálinu. Ljóðið hefur eingöngu komið fyrir áður í tölvuleiknum Grim Fandango, svo ég viti til, svo og á nokkrum vefsíðum tileinkuðum þeim tölvuleik.
Tunglið
Það skein bleikt sem bein,
brotin stóð ég þar ein.
Og velti’ um það vöngum,
vegna tunglsins sem löngum,
varp ljósi,
til minnar ánægju þá,
á rifið,
þar sem lík hennar lá.
The Moon
It shone pale as bone,
As I stood there alone.
And I thought to myself,
How the Moon that night,
Cast its light,
To my heart's true delight,
On the reef,
Where her body was strewn.
Bragarháttur er óljós, en sjá má að síðasta orð áttundu línu í frumútgáfunni rímar við þriðja orð fjórðu línu. Þessu ákvað ég að fórna fyrir rím milli sjöttu og áttundu línu. Einnig hef ég ákveðið að leysa fimmtu og sjöttu línu frá þeirri fjórðu, til að draga ekki úr mætti fyrri hluta kvæðisins, og til að gera seinni hlutann sérstæðari. Til að bæta ennfremur á sérstöðu seinni hlutans ákvað ég til einföldunar að sleppa stuðlun þar. Enda kannski óþarfi að bæta við fagurgalann þar.
Fyrir neðan þýðinguna birti ég svo ljóðið á frummálinu. Ljóðið hefur eingöngu komið fyrir áður í tölvuleiknum Grim Fandango, svo ég viti til, svo og á nokkrum vefsíðum tileinkuðum þeim tölvuleik.
Tunglið
Það skein bleikt sem bein,
brotin stóð ég þar ein.
Og velti’ um það vöngum,
vegna tunglsins sem löngum,
varp ljósi,
til minnar ánægju þá,
á rifið,
þar sem lík hennar lá.
The Moon
It shone pale as bone,
As I stood there alone.
And I thought to myself,
How the Moon that night,
Cast its light,
To my heart's true delight,
On the reef,
Where her body was strewn.
1 Comments:
Merkingarlegur munur er kannski of mikill til að þýðingin teljist gild? Ítreka að verkinu er langt í frá lokið. Meðal annars datt mér í hug að breyta kyni hins látna og láta kvæðið fjalla um sorg ekkju sjómanns, fremur en öfugt. En ég er fyllilega opinn fyrir athugasemdum, ef einhverjar eru.
Posta un commento
<< Home