Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: Meinfýsinn úrtölumaður

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

domenica, maggio 08, 2005

Meinfýsinn úrtölumaður

Ég get ekki hætt að reykja, það er svo gott.
- Og slæmt. -

Tóbakið er líf mitt.
- Og dauði. -

Ég get ekki lifað án þess.
- Eða með því. -

Því fylgir svo mikið frelsi
- Og þrældómur -
og munaður
- og böl -
að geta kveikt í
- að drepa heilasellur -
og gleymt öllum heimsins áhyggjum,
- og blekkt sjálfan þig -
umvafinn róandi hvítri alsælu.
- og svörtum dauða. -

Nei, ég missi róna ...
- Og fingurna. -
... og sæluna!
- Og lungun. -

Ég gæti allt eins ...
- Étið geislavirkan kúk. -
... drepið mig,
- Einmitt! -
ef ég gef pípuna upp á bátinn.
-þ.e. ef þú kýst að lifa. -

Ekki séns!
- Sjáumst í næsta lífi. -