Fall einbúans
I.
Þú hlaust mátt þinn
frá náttúrunni
frá fuglunum allt um kring
og landi fögru
skógi vöxnu.
II.
Þú gættir Jöklu
fyrir óboðnum gestum;
þú varðaðir
þá miklu á.
III.
Nú fjandinn geisar
um Jöklu ósa
á landi öllu
á má sjá.
π.
Þá náttúran er að mestu farin
og kraftur þinn þorrinn, þú farinn ert
og óvættir eyða óáreyttar,
hvað verður um landið þá?
IV.
Þú hvarfst á braut
að ódáinsvöllum
en landið er tapað
fyrir mannavá.
0 Comments:
Posta un commento
<< Home