Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: Friðþæging

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

lunedì, marzo 28, 2005

Friðþæging

Þér finnst það eflaust skrýtið,
en ég man alltaf eftir því,
þegar ég fékk frá þér afmæliskveðjuna.
Það var ekki tilefnið
sem gladdi þessa örmu sál,
það var ekki innihaldið
sem gerði líf mitt betra,
þó ekki nema væri
í einn dag.

Þér finnst það eflaust skrýtið,
en öðru fremur var það tilefnisleysan
og skortur á innihaldi,
já, skortur!
Að þú hafir fundið þér tíma
til að kasta á mig kveðju
- þessa örmu sál -
án nokkurs tilefnis,
án þess,
að segja nokkuð fleira.

Þér finnst það eflaust skrýtið,
en það er sú tilfinning,
sú ósjálfselska fórn,
sá æðisþrungni draumur um hamingju,
aðeins tilhugsunin um tilvist slíkra hluta!
- sem læsti sig um mig
og hélt mér föngnum,
þó ekki nema væri
í einn dag.

Það að ég hafi runnið um hugarfylgsn þín,
þó ekki nema væri
í eina sekúndu,
veitti mér botnlausa hamingju
og lífsfyllingu
í heilan dag.

Þá fyrst vissi ég að þér var ekki alveg sama,
þó það væri ekki meira,
og það hefur verið mér bjarg
í brotsjó ástarinnar
allar götur síðan.
Þér finnst það eflaust skrýtið.

2 Comments:

Blogger Hjördís Alda said...

Ó kraftur ástarljóða... Ég held að allir þrái einhvers staðar inni að fá ort svona ljóð um sig. -Hjördís Alda.

1:06 AM  
Blogger Arngrímur Vídalín said...

Ég þakka hólið innilega. Það er mér mjög persónulegt.

9:02 PM  

Posta un commento

<< Home