Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: Tímaþröng

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

martedì, marzo 08, 2005

Tímaþröng

Ég hugsa að ég hafi rofið kaldhæðnismúrinn við samningu þessa kvæðis. Það fjallar um tímaþröng mína í námi og ég eyddi hálfum skóladegi í rímfæringu þess. Hér er það nú, í óhreinskrifaðri útgáfu. Þætti vænt um að fá athugasemdir mér til ábendingar um hvað skal til tekið, í yfirvofandi lagfæringu.
Ykkur til athyglisaukningar tek ég fram, að samkvæmt bragarhætti þessum, sem ég hef sjálfur skapað, skulu atkvæði lína skiptast 13, 14, 13, 14. Þá reglu brýt ég sjálfur fyrir munnlega hrynjandi kvæðisins, en það lá mér óþjált í munni með réttum atkvæðafjölda. Sem lýsir best vandkvæðum þess, að yrkja undir þessum hætti. Rím skal vera 1, 2, 1, 2 og innrím 1, 1, 2, 2.

Tímaþröng

Tíminn nú er á þrotum, mjer tifað hefir frá.
Tættur, að niðurlotum kominn, sigraður eg hey
höfgar andans hildir, við þá eirðarlausu vá
Heljar, tímans skildir, brostnir, rétt áður eg dey.

Skáld af öllu afli skýlir, hjarta sínu frá
skugga-öflum, tímans hvílir óvæginn á þungi
höfundar bognu herðum, leiddur yfir dauðans á
hörfa’ undan tímans sverðum, ó sá drýsilslegi drungi.

Sú herskáa herjans fylking, hatrammlega berst
hjarta skáldsins nærri, birting dagsins er í nánd.
En um leið og ógn er aflétt og loks til sunnu sést,
þá tímans bitra véfrétt, hefir komið mjer í gránd.