Ónefndur, ókláraður prósi í raunsæisstíl
Sólin leikur við sandlitaðar steinsteypublokkirnar og grasisð bylgjast í vindinum. Lökin hanga til þerris á þvottasnúrum svalanna og fuglarnir syngja sonnettur við symfóníu sumarandvarans og rytma aspanna. Lífið er áhyggjulaust hjá Óla litla, sem hann hleypur um bakgarðinn með flugdreka á lofti, algjörlega í eigin heimi. Lífið er ekki eins áhyggjulaust hjá Sesselju, móður hans, sem fylgist grannt með honum út um bakgluggann, þó það að sjá hann að leik fylli hana von um betra líf. Hann þarf ekki að vita að hún vinnur myrkranna á milli við að selja sig ókunnugum, til að ná endum saman. Þaðan af síður þarf hann að vita um pabba sinn; hún veit það ekki einu sinni sjálf, hver þeirra hann var.
0 Comments:
Posta un commento
<< Home