Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: Mænt á eftir lífinu

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

lunedì, maggio 09, 2005

Mænt á eftir lífinu

Ég fann þig
en það var um seinan.
Ég horfi
upp farinn veg
og sé slóðann
sem regnið hefur myndað;
farveginn
sem ekkert getur afmáð.

Ég reyni
reyni
reyni reyni
en ekkert gerist.
Ég safna kjarki
og hreinsa hugann,
fæ mér te
og hjartastyrkjandi.

Með hreinan huga
og áræðni í hjarta
styrkum skrefum
ég til þín arka.
Ég sé þig skjótt
og hugsun hrynur
og hjartað í buxum
núðlufóta.

Allt fór eins
og allt fór þá
og allt var horfið
í snöggu leiftri.
Sólin hvarf
sem dögg fyrir
sjálfri sér
og allt var búið.

Ég finn máttleysi
frammi fyrir staðreyndinni
að það sem orðið er er orðið,
og regnið hefur runnið
og mótað farveginn
-farveginn sem ekkert fær breytt
ekkert
fær breytt.

Ég sá þig
en það var um seinan
því í næstu andrá
varstu horfin
og sást aldrei aftur
aldrei
aftur
aldrei.

Þá rökkva tekur
eitt leitar hugur
og hjarta annað
og mætast í þér.
Í stjörnum geimsins
sé ég augu þín
líkt og ég sá
stjörnur í augum þínum.

Stjörnuþokur
sem slegnir lokkar
hárs þíns
seiða brosið fram.
En himininn
sem biksvört ástin
stjörnur mynda
tár á honum.

Þú ert ennþá eins
að öllu leyti,
í engu frábrugðin
frá því sem var.
Samt finnst mér
oft og tíðum
sem allt sé breytt
og að eilífu horfið.

Þú rigndir yfir
götu lífs míns
og skópst þér farveg
á sálu minni.
Það má róta í moldinni
og steypa yfir,
en á endanum sígur
allt aftur í sama far.

Til er ást
og Ástin eina,
hið fyrra
allir fundið geta.
En Ástin er ein
og aldrei önnur;
Ástin sér velur
ekki maka.

Ástin er regn
á heiðum himni,
laufgast sál
og blómgast hjarta.
En sál mín dauð
og hjartað grafið
og regnið steypist
yfir gröfina.