Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: Bílstjóri Heljar

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

martedì, settembre 20, 2005

Bílstjóri Heljar

Í dag féll tárið yfir þér
fegurðin sem ég aldrei gleymi
fagra minning sem ég sverti

Sól okkar fallin niður
nú slær taktlaus vélin með tóminu
glerbrotunum treð í mitt kæra auga

Undir driti mávanna
Gæti ég rölt til baka
Kynnhesturinn ljúfur miðað við svikin

Viskan kemur eftir á

4 Comments:

Blogger Sólgarmur said...

Spurning með síðasta versið ég er ekki alveg viss með þetta. Það er nokkuð mikið af persónulegum vísunum þarna frá mér og ákveðnu lagi.

2:13 AM  
Blogger Arngrímur Vídalín said...

Það finnst sannarlega. Glerbrotin vísun í brotin gleraugu, ef til vill? Kann sérstaklega að meta „nú slær taktlaus vélin með tóminu“.

Vísunin í mávana er það eina sem mér finnst þurfa lagfæringar við - hún stingur svo í stúf við restina af síðasta erindi.
Sting upp á: „Gæti ég gengið til baka ... [myndi ég gera hvað?] ... Kinnhesturinn ljúfur miðað við svik mín“.

2:34 AM  
Blogger Sólgarmur said...

Miðju versið er allt ákveðin vísum í lag sem ég og hún kæra Ingunn áttum saman ásamt firstu línu í versi þrjú.

12:04 AM  
Blogger Arngrímur Vídalín said...

Það verður að segjast að ljóðið hefur tekið miklum framförum. Að mínu mati er það margfalt flottara nú en það var áður.

2:34 AM  

Posta un commento

<< Home