Bréf til stúlku
Langt er síðan ég leit þig síðast
ljúfa, mín menjagná!
En þó farin sértu svo fjarri mér núna
mér fjarlægðin stíar ei frá.
Ljúfa, mig lystir í augun þín grænu
sem ljómandi litu mig þá.
Því visnuðu blómin ei vilja mig lengur
og veröldin orðin er grá.
Og þótt ást okkar hefði aldregi orðið
og ómælisgjáin of víð.
Þá sligaður, beygður og aldraður orðinn
ég einsamall eftir þér bíð.
ljúfa, mín menjagná!
En þó farin sértu svo fjarri mér núna
mér fjarlægðin stíar ei frá.
Ljúfa, mig lystir í augun þín grænu
sem ljómandi litu mig þá.
Því visnuðu blómin ei vilja mig lengur
og veröldin orðin er grá.
Og þótt ást okkar hefði aldregi orðið
og ómælisgjáin of víð.
Þá sligaður, beygður og aldraður orðinn
ég einsamall eftir þér bíð.
0 Comments:
Posta un commento
<< Home