Náttúrustemning
Rigningin gerir
værð að svefni rósemdar
huggar smátt hjarta
Fegurðin nýtur
ástar móður náttúru
lífið tekur kipp
getur rósir við læki
elskar morguninn
Droparnir koma
við laufblöð sálarinnar
drjúpandi elskast
Rótt sefur tunglið
andar léttum andvara
yfir rósabeð
döggin lofar ástina
á júnímorgni
Sól kyssir Gaiu
stemning fegurðarinnar
altumlykjandi.
værð að svefni rósemdar
huggar smátt hjarta
Fegurðin nýtur
ástar móður náttúru
lífið tekur kipp
getur rósir við læki
elskar morguninn
Droparnir koma
við laufblöð sálarinnar
drjúpandi elskast
Rótt sefur tunglið
andar léttum andvara
yfir rósabeð
döggin lofar ástina
á júnímorgni
Sól kyssir Gaiu
stemning fegurðarinnar
altumlykjandi.
6 Comments:
Mjög fínt, fallegt. Þessi skynjun á harmoníu skilar sér vel.
Þökk, minn kæri. Ég er líka ánægður með hvernig tókst til að blanda hækum við tönkur.
Hvernig er það Vídalín, yrkir enginn á þessa síðu nema þú? Mér sýnist aðrir höfundar hennar skulda þér kynstrin öll af ljóðum...
Já, helvítin á þeim. Kristjón var raunar manna duglegastur á tímabili svo ég fór að henda inn ljóðum til að jafna við hann skorið.
Restin skuldar ógrynnin öll.
Já Gaia henti mig líka soldið kindarlega en samt ekki illa bara svona virkar smá offworld...
Hahaa ég var loksins að pósta ljóði hér inn ég er búinn að vera í svo miklu stelpuvesini að lítið hef ég getað ort en vonandi er það að fixast... Hver sagði etta aftur um að stelpur væru blóðsugur sem sugu úr honum sköpunargáfuna?
Pottþétt Picasso, hræsnarinn á honum.
Gaia er gríska og þýðir jörð, í grískri goðafræði var Gaia svolítið áttina að vera móðir náttúra. Ég nota orðið oft þegar önnur orð passa síður, hækan er líka stíft form að troða heilu jörðunum og móður náttúrum inn í, sér í lagi ef mæður náttúru hefðu orðið tvær í einum hæku/tönkubálki. Endurtekningar eru ekki töff nema þær séu vísvitandi og umflýjanlegar.
Posta un commento
<< Home