Hádegisskemmtun
Aldrei aftur
mun hún sjá sólarljósið,
stúlkan, sem stal brauðinu
af götusölumanninum.
Fyrst er hún stal
nægði að taka höndina,
annað sinn hina,
þriðja sinn vantaði hönd að taka.
Fyrir því
tóku þeir augun,
gættu þess þó,
að nauðga henni fyrst.
Skondnast þótti að sjá
hvernig hún bar sig að
handalaus
með brauðið í kjaftinum.
Leikar og brauð,
sagði keisarinn forðum,
en enginn hafði fyrr séð
leika með brauði.
Og fyrir því hún fékk ekki brauð
fengu hinir leika,
en hún hlaut gamanið
af að taka þátt.
En hún vildi ekki brauðið
heldur börn sín á lífi,
líkt og þau vildu móður,
ekki ormétið brauð.
mun hún sjá sólarljósið,
stúlkan, sem stal brauðinu
af götusölumanninum.
Fyrst er hún stal
nægði að taka höndina,
annað sinn hina,
þriðja sinn vantaði hönd að taka.
Fyrir því
tóku þeir augun,
gættu þess þó,
að nauðga henni fyrst.
Skondnast þótti að sjá
hvernig hún bar sig að
handalaus
með brauðið í kjaftinum.
Leikar og brauð,
sagði keisarinn forðum,
en enginn hafði fyrr séð
leika með brauði.
Og fyrir því hún fékk ekki brauð
fengu hinir leika,
en hún hlaut gamanið
af að taka þátt.
En hún vildi ekki brauðið
heldur börn sín á lífi,
líkt og þau vildu móður,
ekki ormétið brauð.
0 Comments:
Posta un commento
<< Home