Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: Að byrja

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

venerdì, dicembre 23, 2005

Að byrja

Spurningin, um hvers vegna lagt sé úr hlaði,
Er snauð tilgangi, starfi fyrir lærða menn
Morgundagsins.
Hvort það er vegna afbrots, sem móðir þín
Hefði fyrirgefið
Eða vegna uppburðarleysis, sem faðir þinn
hefði aðeins umbunað með hönd á öxl
Skiptir ekki máli.

En ef þú fetaðir þennan stíg,
Þjakaður af þunga grjótsins
Sem greri í kvið þínum
Kanntu að hafa séð
Snarkið í upplausn hins passíva ríkis, sem táknar
Skugga,
Upprisu þriggja sektartrjáa, sem tákna
Skugga,
Selestískan titring duftsins í hellinum, sem táknar
Skugga,

Nálgastu það með broti af léttúð.

Slys það sem á sér stað í transi
Er gott slys.
Því ekki að leyfa því að eiga sér stað?

Á milli oddsins og blaðsins
Leyf veru þinni að þorna.