Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: Hálfur heilvitaháttur

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

domenica, febbraio 05, 2006

Hálfur heilvitaháttur

Það varð kvöld
það varð nótt
það varð morgunn
það varð dagur

finnst þér ekki
kvöldin og
morgnarnir
svona hálfpartinn
hálfgerðir eiginlega
svona eins og
gervinótt og gervidagar?

eða finnst þér
kannski frekar
eins og nótt og
dagur séu meira
svona gervikvöld
og gervimorgunn?

eða hugsum við
kannski ekki alveg,
þú veist,
á sömu bylgjulengd,
skilurðu?

það er að minnsta kosti
dagur núna
hvort sem hann er
heill eða hálfur

þú ert heil og ég er hálfur

og það kom kvöld
það kom nótt
og það kom morgunn
og það kom dagur.