Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: Morgunstund í öðrum heimi

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

martedì, febbraio 21, 2006

Morgunstund í öðrum heimi

Ég sat á pallinum
gegnt hafinu
sötraði kaffi og horfði ekki
á sólina strá gliti á yfirborð hafsins

því hafið er bara vatn
og dauðir sjómenn
ég sneri baki í hafið og horfði á
spegilmyndina í glugganum

þar sá ég það
ég sá hvernig andlitið lá bjagað
á ólögulegu glerinu
og sötraði kaffi

umhverfis andlitið
sveimaði stjörnuglitur allra himna
allra tíma
ó þú hefðir átt að sjá það!

það var þá
sem ég uppgötvaði að
það voru ekki stjörnur
heldur glitur sólarinnar á hafinu

andlitið ygldi sig

og það var þá
sem ég uppgötvaði að
ég var orðinn að hafi
og hafið var orðið að mér

andlitið varð úfið

ef hafið vissi að
það væri haf
yrði það
úfið líka.