Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: Póstkort í Vesturbæinn

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

mercoledì, aprile 12, 2006

Póstkort í Vesturbæinn

Ekkert af þessu
er að gerast

svona kemur bara
fyrir annað fólk

en það hjálpar mér
að vita að
ég elska þig

á förum
verð ég
aldrei fjarlæg

í fjarlægð
verð ég
aldrei farin

mundu

megi rökkrið rofna
á herðum þér
megi regnið hrökkva
á glugga þínum
megi fuglinn syngja
í garði þínum
megi hamingjan dansa
í augum þér

passaðu þig á nautunum

-mamma.

2 Comments:

Blogger Hjördís Alda said...

Þetta ljóð finnst mér töff.

3:38 AM  
Anonymous Anonimo said...

Takk kærlega fyrir það. Ég var í mjög spes fíling þegar ég samdi það.

11:19 PM  

Posta un commento

<< Home