Til minningar fyrir friði, eftir kvikmyndasýningu fórnarlamba stríðsins, 18.mars 2006
Tóm orð
sem lýsa aldrei hryllingnum
reyni að loka augunum
þar til það er afstaðið
fjórir grímuklæddir menn
þylja yfirlýsingu
ég skil ekki mál þeirra
en veit hvað er í vændum
þó ég viti hvað muni gerast og hefur þegar gerst
bið ég þess innra af öllum mætti
að það gerist ekki
við vorum vöruð við
samt er maður aldrei viðbúinn
miðaldra vesturlandabúi, skjálfandi af hræðslu
bundnar hendur og fyrir augu
mér finnst ég kominn í hans stað
skelfingin ólýsanleg
ég píri augun
sé sax dregið
klemmi augun en heyri gegn um myrkrið
hægt, eins og sög
hryllingsópið nístir mig
nei, tóm orð sem lýsa aldrei hryllingnum
hvenær lýkur því?
það heldur áfram og áfram
eins og því sé ekki ætlað að ljúka
loks þagnar hljóðið
ég opna augun
glittir í höfuð
píri nötrandi augun, bíð aðeins lengur
hönd með blóðugt höfuð mannsins
sem var á lífi í máttvana skelfingu
fyrir örskoti síðan
fyrir augum manns
stirnað í angistarópi
Fyrir hvað?
Frelsi?
Sjálfstæði?
Lýðræði?
Og þið spyrjið hvers vegna ég hati stríð?
Hvað ég hafi á móti hernámi?
Myndirnar renna áfram,menn, konur og börn
hver mynd annari hrottalegri
eins og maður sé ristur á hol
aftur og aftur og aftur
nei, þetta málverk get ég ekki málað
enda væri það eflaust bannað
sendiboðinn skotinn, enn ein myndin
er þetta bara mynd, nafn, tölustafir,
sem mást burt með morgunkaffinu?
Dagur eftir þennan dag
Ný gleði, ný sorg
myndir sem hreyfast og líða áfram
en þeim er ekki lokið
þessar myndir lifa, þó þær séu af ríki dauðans
og fólkið lifir líka, sem eftir er
svipt ástvinum, örkumlað
allt lifir í ykkur, lifir í mér, með okkur öllum
sem sjá, opnum við augun
þið gleymist ekki
og hver veit
kannski getum við tekið nýjar myndir
ef við fáum nýtt myndefni
og hið gamla hverfur á braut
að eilífu
Fátækleg orð mín
til minningar um ykkur
Hvíl í friði
sem lýsa aldrei hryllingnum
reyni að loka augunum
þar til það er afstaðið
fjórir grímuklæddir menn
þylja yfirlýsingu
ég skil ekki mál þeirra
en veit hvað er í vændum
þó ég viti hvað muni gerast og hefur þegar gerst
bið ég þess innra af öllum mætti
að það gerist ekki
við vorum vöruð við
samt er maður aldrei viðbúinn
miðaldra vesturlandabúi, skjálfandi af hræðslu
bundnar hendur og fyrir augu
mér finnst ég kominn í hans stað
skelfingin ólýsanleg
ég píri augun
sé sax dregið
klemmi augun en heyri gegn um myrkrið
hægt, eins og sög
hryllingsópið nístir mig
nei, tóm orð sem lýsa aldrei hryllingnum
hvenær lýkur því?
það heldur áfram og áfram
eins og því sé ekki ætlað að ljúka
loks þagnar hljóðið
ég opna augun
glittir í höfuð
píri nötrandi augun, bíð aðeins lengur
hönd með blóðugt höfuð mannsins
sem var á lífi í máttvana skelfingu
fyrir örskoti síðan
fyrir augum manns
stirnað í angistarópi
Fyrir hvað?
Frelsi?
Sjálfstæði?
Lýðræði?
Og þið spyrjið hvers vegna ég hati stríð?
Hvað ég hafi á móti hernámi?
Myndirnar renna áfram,menn, konur og börn
hver mynd annari hrottalegri
eins og maður sé ristur á hol
aftur og aftur og aftur
nei, þetta málverk get ég ekki málað
enda væri það eflaust bannað
sendiboðinn skotinn, enn ein myndin
er þetta bara mynd, nafn, tölustafir,
sem mást burt með morgunkaffinu?
Dagur eftir þennan dag
Ný gleði, ný sorg
myndir sem hreyfast og líða áfram
en þeim er ekki lokið
þessar myndir lifa, þó þær séu af ríki dauðans
og fólkið lifir líka, sem eftir er
svipt ástvinum, örkumlað
allt lifir í ykkur, lifir í mér, með okkur öllum
sem sjá, opnum við augun
þið gleymist ekki
og hver veit
kannski getum við tekið nýjar myndir
ef við fáum nýtt myndefni
og hið gamla hverfur á braut
að eilífu
Fátækleg orð mín
til minningar um ykkur
Hvíl í friði
0 Comments:
Posta un commento
<< Home