Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: Dögun

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

lunedì, aprile 24, 2006

Dögun

Fiðrildið brýst út úr púpunni. Hrafninn klekst úr eggi og krunkar sína fegurstu söngva. Glymur í hömrum og áin fossar auri. Mildur þytur í rökkvuðum skóg.
Stjarna tindrar í myrkrinu, döggin glitrar. Ljósberi morgunsins.
Kolbíturinn er risinn úr öskustónni og horfir út í dreirrauðan bjarmann. Hann lifir, hann andar hann elskar.
Askan er horfin en glóðin logar í brjóstinu.