Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: Ránfuglar

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

lunedì, aprile 17, 2006

Ránfuglar

Orrahríð herþotanna
breiðir út vænghafið
í oddaflugi, hnitar hringa
og verpir sprengjum í hreiðrin
úr sprengjuhrærunni klekjast afkvæmin
í sviðnum hreiðrunum
ungarnir höggvast á
en fylgja svo flugi feðranna
út að sjóndeildarhringnum
þar sem örmagna sólin
hnígur blóðstokkin til viðar
í hinsta sinn