Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: Vor

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

martedì, aprile 25, 2006

Vor

Ég veit vorið er komið
því það snjóaði í gær
það er víst nýja reglan

lóan fraus við landtöku

við sjáum hana í haust
með dvínandi sköflum

fjölgandi
hröfnum.

2 Comments:

Blogger Einar Steinn said...

Þrælgott ljóð og flott pæling. Það er sannarlega undarlegt hvað sumarið á að byrja snemma, norðahríð og harka og bölvaður gaddur. Kannski eru það helst geðbrigði vorsins sem eru sérstök, skiptir áður en maður fær depað auga.
Mér líkaði einnig hvernig það er eins og maður heyri
endurómun hljóðs í "sköflum - hröfnum", og seinasta línan birtist mér nánast eins og nokkurs konar viðlag, og fer vel á því.

12:20 AM  
Anonymous Anonimo said...

Jamm, þakka þér fyrir það! Svo vitum við náttúrlega hvaða góðgæti bíður hrafnanna.

12:24 AM  

Posta un commento

<< Home