Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: febbraio 2006

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

venerdì, febbraio 24, 2006

Songs of the Lovelorn Nightingale

Þrjár stílæfingar, sem ég orti allar á sérlega andlegum vinnustað mínum, undir samheitinu Songs of the Lovelorn Nightingale. Áhrifavaldinn þarf vart að nefna á nafn. Vart heldur við því að búast að ég muni nokkurn tíma ná hans hæðum. Enda verða kvæðin ekki fleiri af þessum toga:


I. A thought on an April's evening

The Moon doth gaze upon the reverse'd heaven,
Tenderly maketh ripples on heart's lake,
It's fabric seeming so enearthly woven,
Casting dreams which giveth just to take.
Yonder sits a nightingale who wishes,
In gazing at the serenade of stars,
That Venus will bring hither dreams of kisses,
Refraining from the sickly nights of Mars.
Havind utter'd nought but Love's confession,
A lover's broken heart makes his profession.

II. A friendships wov

Would'st thou bring thine tender arms around me,
Not for thine fairest lips to stray off path,
But for the purpose only to behold thee
As friends doth hold in worlds that beauty hath.
Doth'st thou not in mine expression witness
This bard's sincerity in wishing this;
Will'st thou not in time forgive his boldness
That once requested thine eternal kiss?
Put thine faith not in these wage expressions
But in mine eyes, which doth make true confessions.

III. Elysium dreams at daybreak

The day doth brake with violent bursts of flame,
But altogether promises remorse;
Which doth it give, serene yet never tame,
In fairest of appraisals of it's force:
The roses' bloom must yet inspire many,
The gentle nursing wind the rose doth give;
The frenzied song of Love is one with any
Whom, with nature, finds his will to live.
For Love resides in hearts of those who fashion
Natures rhyme with poetry and passion.

martedì, febbraio 21, 2006

Morgunstund í öðrum heimi

Ég sat á pallinum
gegnt hafinu
sötraði kaffi og horfði ekki
á sólina strá gliti á yfirborð hafsins

því hafið er bara vatn
og dauðir sjómenn
ég sneri baki í hafið og horfði á
spegilmyndina í glugganum

þar sá ég það
ég sá hvernig andlitið lá bjagað
á ólögulegu glerinu
og sötraði kaffi

umhverfis andlitið
sveimaði stjörnuglitur allra himna
allra tíma
ó þú hefðir átt að sjá það!

það var þá
sem ég uppgötvaði að
það voru ekki stjörnur
heldur glitur sólarinnar á hafinu

andlitið ygldi sig

og það var þá
sem ég uppgötvaði að
ég var orðinn að hafi
og hafið var orðið að mér

andlitið varð úfið

ef hafið vissi að
það væri haf
yrði það
úfið líka.

lunedì, febbraio 20, 2006

Staðið við Reykjavíkurhöfn

Vertu sæl
elskan mín

ég er farinn
hvert
sem vindurinn ber mig

vonaðu
að það verði ekki
sunnanátt.

giovedì, febbraio 16, 2006

Misskilningur

Kannski var það
misskilningur
að halda að
þú hefðir skilið orð
af því sem ég sagði

Kannski var það
misskilningur
að halda að
ég ætti nokkuð
svo gott skilið

að halda að
ég ætti nokkuð
svo gott skilið
eins og að vera misskilinn
af þér.

mercoledì, febbraio 15, 2006

Ó, rökvísi dagur!

Hver segir að dagurinn í
dag þurfi endilega að
vera rökrétt framhald af
deginum í gær?

Það hélt ég alltaf en
hver getur sagt til
um hvort lundin í dag sé
sprottin af lund gærdagsins?

Er því nokkur takmörk
sett hvað ég má þreyja í
mikilli óvissu um
hvar ég hef daginn í dag?

A í gær en B í dag og
C á morgun og F þann næsta
en E þarnæsta C þann þriðja
A svo BCD!

Komdu dagur og segðu
mér hvar ég hef þig hvar
þú hefur mig svo nóttin
mín verði ekki AGHCDBT!

domenica, febbraio 05, 2006

Hálfur heilvitaháttur

Það varð kvöld
það varð nótt
það varð morgunn
það varð dagur

finnst þér ekki
kvöldin og
morgnarnir
svona hálfpartinn
hálfgerðir eiginlega
svona eins og
gervinótt og gervidagar?

eða finnst þér
kannski frekar
eins og nótt og
dagur séu meira
svona gervikvöld
og gervimorgunn?

eða hugsum við
kannski ekki alveg,
þú veist,
á sömu bylgjulengd,
skilurðu?

það er að minnsta kosti
dagur núna
hvort sem hann er
heill eða hálfur

þú ert heil og ég er hálfur

og það kom kvöld
það kom nótt
og það kom morgunn
og það kom dagur.

sabato, febbraio 04, 2006

Sjónarspil

Þegar ég sé þig
þá sé ég ekki
aðeins þig
heldur allt
sem þú ert
og allt sem þú ert
fyrir mér
og það sé ég
þótt ég sjái
aðeins þig

kannski
er það svona þrívíð
sjónskekkja

það hentar mér
ágætlega en þú
notar gleraugu.