FORVM POETICVM
Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda
Collaboratori
domenica, giugno 19, 2005
Veðrið hafði leikið við Manhattanbúa þennan dag. Timothy MacNamara gekk sömu leið í bankann og alltaf og fröken Susan Merryweather, hugguleg sem ávallt, sást stelast til að lykta af rósum Svevensons blómasala, blómin sem hún elskaði, enda átti hún nær eingöngu rósótta kjóla. Langdon Carmichael gaf elsku sinni blóm og börnin léku sér við brunahana. Þótt veðrið færi skyndilega kólnandi kipptu Manhattanbúar sér ekki upp við það, að minnsta kosti ekki fyrr en snjóhríðin skall á. Þið getið ímyndað ykkur að öngþveiti hafi orðið þegar flennistór úlfur rauf gufuhvolfið með skolti sínum, og gleypti sólina. Eða þegar galeiða, sem virtist úr tánöglum gjörð, spratt undan sjóndeildarhringnum með hávöxnum ribbaldalegum gaurum fyrir stafni, suðaustanmegin Long Island. Steininn tók þó úr þegar þrír reiðmenn, þar af einn sérlega stór og myrkur, riðu á hestum sínum yfir himininn og tóku að brenna borgina. Fyrr en varði komu skeggjaðir riddarar í leðurpjötlum undan lúðraþyti og gerðu atlögu að reiðmönnum, úlfi og skipverjum. Það var skömmu áður en stóra sæskrýmslið hrundi Frelsisstyttunni um koll. Gulir leigubílar flugu í allar áttir. Mitt í öllum glundroðanum mátti heyra felmtri slegna konu æpa: KANN EINHVER ÍSLENSKU HÉRNA?!
Ónefndur, ókláraður prósi í raunsæisstíl
Sólin leikur við sandlitaðar steinsteypublokkirnar og grasisð bylgjast í vindinum. Lökin hanga til þerris á þvottasnúrum svalanna og fuglarnir syngja sonnettur við symfóníu sumarandvarans og rytma aspanna. Lífið er áhyggjulaust hjá Óla litla, sem hann hleypur um bakgarðinn með flugdreka á lofti, algjörlega í eigin heimi. Lífið er ekki eins áhyggjulaust hjá Sesselju, móður hans, sem fylgist grannt með honum út um bakgluggann, þó það að sjá hann að leik fylli hana von um betra líf. Hann þarf ekki að vita að hún vinnur myrkranna á milli við að selja sig ókunnugum, til að ná endum saman. Þaðan af síður þarf hann að vita um pabba sinn; hún veit það ekki einu sinni sjálf, hver þeirra hann var.
venerdì, giugno 10, 2005
Gestaskáld
Fyrsta gestaskáld Forum poeticum er Vésteinn Valgarðsson. Hér birtist íslensk þýðing hans á titilslausu ljóði Ralphs Chaplin, um óréttlæti heimsins, sem hann orti meðan hann sat í fangelsi fyrir að neita að gegna herskyldu. Skör neðar sést ljóðið á frummálinu.
Grát ekki þá dauðu, sem gista svarta mold,
gengnir í frænda sal.
Milda, blíða jörð, móðir fóstrar hold
af mörgum hal.
Grát þú fólkið, gæfusnauða hjörð,
guggnað og sljótt
sem veraldar ólög veit að eru hörð,
en vantar þrótt.
(þýð. V.V. 2.6.05)
Mourn not the dead, that in the cool earth lie,
dust unto dust;
The calm, sweet earth, that mothers all who die,
as all men must;
But rather mourn the apathetic throng,
the cowed and the meek,
who see the world's great anguish and its wrong,
and dare not speak!
-Ralph Chaplin.
Grát ekki þá dauðu, sem gista svarta mold,
gengnir í frænda sal.
Milda, blíða jörð, móðir fóstrar hold
af mörgum hal.
Grát þú fólkið, gæfusnauða hjörð,
guggnað og sljótt
sem veraldar ólög veit að eru hörð,
en vantar þrótt.
(þýð. V.V. 2.6.05)
Mourn not the dead, that in the cool earth lie,
dust unto dust;
The calm, sweet earth, that mothers all who die,
as all men must;
But rather mourn the apathetic throng,
the cowed and the meek,
who see the world's great anguish and its wrong,
and dare not speak!
-Ralph Chaplin.