Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: maggio 2005

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

sabato, maggio 14, 2005

Skynjunartruflanir aðfaranótt laugardagsins þess 14. maí 2005, eða Sannleikurinn afhjúpaður

Ég horfi beint fram fyrir mig
á fjarrænan raunveruleikann.
Til hægri verður mér litið
á nálægan sýndarheiminn.
Þó stendur raunveruleikinn mér nærri
en ég neita að trúa á hann.
Ég vel þrönga hólfið
líkt og allir aðrir.
Ég vel að hafna raunveruleikanum
og faðma að mér hillingu hólfsins
því það er afmarkaðra
og raunverulegra
þótt það sé flatt.
Það er einfaldara að trúa
en að horfa.
Og ég sætti mig við það.


Ég veit þetta er bannað en mér fannst þetta svo viðeigandi:

Songs of Innocence, Introduction
You are 'regularly metric verse'. This can take many forms, including heroic couplets, blank verse, and other iambic pentameters, for example. It has not been used much since the nineteenth century; modern poets tend to prefer rhyme without meter, or even poetry with neither rhyme nor meter.

You appreciate the beautiful things in life--the joy of music, the color of leaves falling, the rhythm of a heartbeat. You see life itself as a series of little poems. The result (or is it the cause?) is that you are pensive and often melancholy. You enjoy the company of other people, but they find you unexcitable and depressing. Your problem is that regularly metric verse has been obsolete for a long time.


What obsolete skill are you?
brought to you by Quizilla

Visa synjað á vinnutíma

Andskotans djöfulsins bölsótans bull,
Brunkrissla andskotans fjandi.
Horngrýtis helvítis djöfulsins drull,
déskotans peningavandi.


Skýringar:

„Visa synjað“ vísar til þess að fyrr um daginn sem kvæðið er ort var Visakortinu mínu synjað í áfengisverslun.

„Brunkrissla“ er rúmteppi sem selt er í IKEA, en þar vinn ég og ferð mína í áfengisverslunina gerði ég mér í kaffitímanum.

giovedì, maggio 12, 2005

Módernískur fútúrismi

Farvel Franz og Franzvel far,
ferjan vill þig berja
augum, og leiða dá í mar,
herjan, skal ég sverja.

Birrumbí og bíummbirr,
bara borða þara,
þegjandi og þambar kyrr,
þrautar mar og Ara.

- Undir áhrifum frá Þórbergi Þórðarsyni, þó ekki tileinkað honum.

lunedì, maggio 09, 2005

Mænt á eftir lífinu

Ég fann þig
en það var um seinan.
Ég horfi
upp farinn veg
og sé slóðann
sem regnið hefur myndað;
farveginn
sem ekkert getur afmáð.

Ég reyni
reyni
reyni reyni
en ekkert gerist.
Ég safna kjarki
og hreinsa hugann,
fæ mér te
og hjartastyrkjandi.

Með hreinan huga
og áræðni í hjarta
styrkum skrefum
ég til þín arka.
Ég sé þig skjótt
og hugsun hrynur
og hjartað í buxum
núðlufóta.

Allt fór eins
og allt fór þá
og allt var horfið
í snöggu leiftri.
Sólin hvarf
sem dögg fyrir
sjálfri sér
og allt var búið.

Ég finn máttleysi
frammi fyrir staðreyndinni
að það sem orðið er er orðið,
og regnið hefur runnið
og mótað farveginn
-farveginn sem ekkert fær breytt
ekkert
fær breytt.

Ég sá þig
en það var um seinan
því í næstu andrá
varstu horfin
og sást aldrei aftur
aldrei
aftur
aldrei.

Þá rökkva tekur
eitt leitar hugur
og hjarta annað
og mætast í þér.
Í stjörnum geimsins
sé ég augu þín
líkt og ég sá
stjörnur í augum þínum.

Stjörnuþokur
sem slegnir lokkar
hárs þíns
seiða brosið fram.
En himininn
sem biksvört ástin
stjörnur mynda
tár á honum.

Þú ert ennþá eins
að öllu leyti,
í engu frábrugðin
frá því sem var.
Samt finnst mér
oft og tíðum
sem allt sé breytt
og að eilífu horfið.

Þú rigndir yfir
götu lífs míns
og skópst þér farveg
á sálu minni.
Það má róta í moldinni
og steypa yfir,
en á endanum sígur
allt aftur í sama far.

Til er ást
og Ástin eina,
hið fyrra
allir fundið geta.
En Ástin er ein
og aldrei önnur;
Ástin sér velur
ekki maka.

Ástin er regn
á heiðum himni,
laufgast sál
og blómgast hjarta.
En sál mín dauð
og hjartað grafið
og regnið steypist
yfir gröfina.

domenica, maggio 08, 2005

Meinfýsinn úrtölumaður

Ég get ekki hætt að reykja, það er svo gott.
- Og slæmt. -

Tóbakið er líf mitt.
- Og dauði. -

Ég get ekki lifað án þess.
- Eða með því. -

Því fylgir svo mikið frelsi
- Og þrældómur -
og munaður
- og böl -
að geta kveikt í
- að drepa heilasellur -
og gleymt öllum heimsins áhyggjum,
- og blekkt sjálfan þig -
umvafinn róandi hvítri alsælu.
- og svörtum dauða. -

Nei, ég missi róna ...
- Og fingurna. -
... og sæluna!
- Og lungun. -

Ég gæti allt eins ...
- Étið geislavirkan kúk. -
... drepið mig,
- Einmitt! -
ef ég gef pípuna upp á bátinn.
-þ.e. ef þú kýst að lifa. -

Ekki séns!
- Sjáumst í næsta lífi. -

sabato, maggio 07, 2005

Fall einbúans



I.
Þú hlaust mátt þinn
frá náttúrunni
frá fuglunum allt um kring
og landi fögru
skógi vöxnu.

II.
Þú gættir Jöklu
fyrir óboðnum gestum;
þú varðaðir
þá miklu á.

III.
Nú fjandinn geisar
um Jöklu ósa
á landi öllu
á má sjá.

π.
Þá náttúran er að mestu farin
og kraftur þinn þorrinn, þú farinn ert
og óvættir eyða óáreyttar,
hvað verður um landið þá?

IV.
Þú hvarfst á braut
að ódáinsvöllum
en landið er tapað
fyrir mannavá.