Hér er ekkert að finna. Málfundafjelagið er liðið undir lok
FORVM POETICVM: dicembre 2005

FORVM POETICVM

Málgagn Málfundarfjelags vinstrisinnaðra ungskálda

mercoledì, dicembre 28, 2005

Minn óslökkvandi þorsti

Frið finn eg í gleypandi augnaráðinu
á meðan mig dreymir um þitt verðandi bros
og áferð vara þinna við minn munn

óslökkvandi er þorstinn í þína lykt
endalaus tilfinning um þinn komandi koss

þangað til eg bíð að í mín eyru varir þínar hvísli
segi mér frá sápukúlunni þar sem
við svífum um í okkar þúsund kossa nótt

Allt þetta ástæða nóg til að þú sért það
eina í mínum annars tóma haus.

-----

Í tilefni minnar nýfundnu geðveiki þá orti eg ljóð þetta mun vera harðgerð útgáfa af því, ætli maður verði ekki að vera væminn stundum.

venerdì, dicembre 23, 2005

Að byrja

Spurningin, um hvers vegna lagt sé úr hlaði,
Er snauð tilgangi, starfi fyrir lærða menn
Morgundagsins.
Hvort það er vegna afbrots, sem móðir þín
Hefði fyrirgefið
Eða vegna uppburðarleysis, sem faðir þinn
hefði aðeins umbunað með hönd á öxl
Skiptir ekki máli.

En ef þú fetaðir þennan stíg,
Þjakaður af þunga grjótsins
Sem greri í kvið þínum
Kanntu að hafa séð
Snarkið í upplausn hins passíva ríkis, sem táknar
Skugga,
Upprisu þriggja sektartrjáa, sem tákna
Skugga,
Selestískan titring duftsins í hellinum, sem táknar
Skugga,

Nálgastu það með broti af léttúð.

Slys það sem á sér stað í transi
Er gott slys.
Því ekki að leyfa því að eiga sér stað?

Á milli oddsins og blaðsins
Leyf veru þinni að þorna.

mercoledì, dicembre 21, 2005

Desembervorljóð

Blómstrið brýst gegnum snjóinn
og fjöllin fella
niður feigðargrímuna.
Trén fella barrið
til að undirbúa sig
fyrir yfirvofandi sólbað
og bera á sig kvoðu
svo þau brenni ekki.
Húsin taka lit og roðinn
breiðist út eins og faðmur
sólin faðmar
að sér dalinn og húsin og fólkið!
Og söngfuglar tvístrast
um himininn aðeins
til að koma saman aftur
og kyssast á heiðum himninum
í rigningu rósalaufa
og himinbarnið nýtur ásta með jörðinni
en ekki tímanum
eins og síðast.
Fjandinn hirði tímann!
þetta
er ódauðleikinn.


Það að himinbarnið hafi áður notið ásta með tímanum er vísun í gríska goðafræði, þegar Rhea (dóttir Úranosar, himinsins) gat Ólympsguðina við Krónos (tímann, hrollur!). Það endaði ekki betur en svo að karlhelvítið át börnin öll, utan Seif, sem síðar skar upp belginn á föðurnum til að bjarga systkinum sínum. Sem betur fór voru þau þó að mestu ómelt.

giovedì, dicembre 15, 2005

Það leið gegnum mig

With the blessing of this bliss
With the bliss of this blessing
I have been translated
I have undergone a metamorphosis
I have become the intimate
Like the kiss of a child
When the child and the kiss are one
In the still point of the turning world.

Never take me away from here.

mercoledì, dicembre 14, 2005

Armæða

Hvert er samspil tveggja
huga,
sem leitast eftir sama
takmarki,
eru eins
að flestu,
hafa sömu þrár, óttast hið sama,
en leita ekki hvor til annars
eftir uppfyllingu
þrárinnar,
brottnámi óttans,
sameiningu takmarkanna,
sameiningu andans,
sameiningu huganna sjálfra, sjálfs sín!
Hvert er samspilið?
skyldi annar huganna spyrja sig,
ef vissi hann,
að hann er ástfanginn.

lunedì, dicembre 12, 2005

Fermeter af tunglinu

Mér hefur alltaf
þótt tunglið vera
tákn ástarinnar.
Þegar það fór
í lóðaútboð
fannst mér
sem verið væri að selja
hjarta mitt.

Ég náði mér samt
í fermeter af tunglinu
fyrir
fimmhundruð
fimmtíuogfimm
þúsundfjögurhundruð
áttatíuogfimm krónur
og hann gef ég þér.

Pleeeh

Í ákafanum faðmaði eg of fast
Svo eld okkar kæfði

Í mínu skúmaskoti liggur
Kæfð Glóð okkar nú
Hvað mun eg þurfa
Við að kveikja hana á ný

fikta í hári þínu
þér Í örmum mínum hélt
aðeins litla ösku hef
er minningin um þig er horfinn á braut


--------

aaah þetta er orðið aðeins svalara núna með hjálp hans Alla þökk sé þeim mikla teknóista og spékingsmanni.
og því að pæla aðeins betur í essu... skondin hve furðulega steikt ljóð geta komið frá mér sem ég hef ort í tilfinningalegu uppnámi... Þér hefðuð eigi viljað sjá það áður fyrr

domenica, dicembre 11, 2005

Reykvisk kvöldstemning

Gott kvöld, herra Bickle. Vinsamlegast aktu okkur. Vinsamlegast taktu þessa tilfinningu um borð og skilaðu henni á áfangastað. Lof mér að heyra aftur þennan blús og vinsamlegast aktu okkur, því við verðum að komast burt.

Óræða borg. Ég grátbið þig að hlífa sál minni. Óræða borg. Ég bið þig að hemja vinda þína lítillega. Ég bið þig að bíða með bitra skírn þína. Ég bið þig að húma hægar að kvöldi. Ég er ekki tilbúinn…

Ég veit að þú átt bágt, herra Bickle. Ég skil stríð þitt og skort á nánd. Ég er konungur skortsins og hins regnvota lands. Ó Jesús minn…

Úlfurinn er dauður. Aðframkominn lagði hann loks árar í bát, og sökk, yfirbugaður af grjótinu sem greri í kvið hans. Húsbóndinn hefur það náðugt, og sauðirnir keppast við að rýja hvern annan. Þú og ég, herra Bickle, við sjáum hvað þetta er firrt.

Við sjáum einnig silfuraugað, sem sér okkur sömuleiðis. Hvergi er silfrið eins tært og hér, enn um sinn. “Limpide” útleggst það á frönsku, og hefur eflaust átt við þar eins og hér áður en margar sólir hnigu til viðar. París, London, New York, Reykjavík, óræðar…

Rauð eru ljósin í ræsinu. Strigi strætanna sýnir rautt á svörtu. Ætlar ekki að stytta upp? Við bíðum eftir að orðið rísi úr djúpinu. Og orðið var…

“Paralysis”.

Aktu sem leið liggur, Travis, innblásni vitfirringur. Við treystum þér fullkomlega.

venerdì, dicembre 09, 2005

Náttúrustemning

Rigningin gerir
værð að svefni rósemdar
huggar smátt hjarta

Fegurðin nýtur
ástar móður náttúru
lífið tekur kipp
getur rósir við læki
elskar morguninn

Droparnir koma
við laufblöð sálarinnar
drjúpandi elskast

Rótt sefur tunglið
andar léttum andvara
yfir rósabeð
döggin lofar ástina
á júnímorgni

Sól kyssir Gaiu
stemning fegurðarinnar
altumlykjandi.